Skóviðgerðir og ýmsar almennar viðgerðir

SKÓSMIÐJAN annast allar almennar skóviðgerðir og breytingar á skóm ásamt margvíslegum annars konar viðgerðum. Til okkar kemur fólk með alls konar skó til viðgerðar; leðurskó, hlaupaskó, reiðstígvél, hælaskó, leðurstígvél og svona mætti lengi telja.

Við saumum og límum, hækkum og lækkum, hælum og sólum, en að auki lögum við belti (t.d. bætum við götum) og rennilása (eða setjum nýjan í), gerum við töskur og vöðlur … við hvetjum þig til að hafa samband eða kíkja við hjá okkur ef þú ert með eitthvað sem þarfnast viðgerðar, við skoðum það sem þú ert með.