Skóviðgerðir

Skósmiðjan annast allar almennar skóviðgerðir og breytingar á skóm ásamt margvíslegum annars konar viðgerðum. Við saumum og límum, hækkum og lækkum, hælum og sólum, en að auki lögum við belti og rennilása, gerum við töskur og vöðlur ofl …nánar

Bæklunarskór

Skósmiðjan sérsmíðar skó á fólk sem ekki getur notað venjulega skó. Hægt að fá þrjár gerðir af bæklunarskóm sem styrktir eru af Sjúkratryggingum Íslands; sérsmíðaða bæklunarskó, sérsmíðaða hálftilbúna bæklunarskó og tilbúna bæklunarskó.nánar

Innlegg

Hjá Skósmiðjunni fást bæði stöðluð innlegg og sérsmíðuð af bæklunarskósmiði. Tilgangur með notkun innleggja getur verið margvíslegur og því eru til mismunandi tegundir af innleggjum eftir því hvaða markmiðum þeim er ætlað að ná.nánar

Verkin okkar

Af hverju Skósmiðjan?

   • Sérlega vandað handverk faglærðra aðila sem tryggir gæði og góða endingu
   • Persónuleg þjónusta í þægilegu umhverfi
   • Sanngirni í verði
   • Persónuleg ráðgjöf um skó og val á skófatnaði og tengdum vörum
   • Gott aðgengi og næg bílastæði
   • Samningur við Sjúkratryggingar Íslands

Ánægðir viðskiptavinir

Ég var búin að fara til skósmiðs til að láta laga stígvélin mín, þeir reyndu en það tókst ekki, það rifnaði strax upp aftur. Þá var mér bent á hann Hjörleif og hann tók skóna mína og gerði þá eins og nýja á mjög sanngjörnu verði. Ég mun klárlega fara með aftur til hans ef eitthvað kemur upp á. Ég mæli eindregið með honum, hann hefur sérstaklega góða þjónustulund og mikla útsjónasemi. Takk fyrir mig.
Áslaug Ásgeirsdóttir, kom með uppáhalds leðurstígvélin sín sem komið var gat á
Hjölli skóari klikkar seint! Sólaði og hælaði uppáhalds skóna mína og pússaði svo að nú eru þeir eins og nýir.
Steinar Guðmundsson, kom með slitna leðurskó sem fengu yfirhalningu